Má Seðlabankinn semja sínar reglur? Guðbjörn Jónsson skrifar 8. desember 2023 11:00 Ég skrifaði fyrir nokkru grein þar sem bent var á að stýrivextir seðlabanka ættu ekki að hafa áhrif á útlánavexti lánastofnana. Til að leggja áherslu á slíkt, hefur alltaf verið grein í lögum um Seðlabanka, þar sem Seðlabanka var veitt heimild til að ákveða sjálfur þá vexti sem settir voru á þau afmörkuðu lán sem honum væri heimilt að veita lánastofnunum. Í næstu mgr. sömu lagagreinar komu svo útlistun á sérstakri heimild Seðlabanka til að aðstoða lánastofnun í lausafjárvanda, með því að kaupa af þeim verðbréf á sérstökum vaxtakjörum, sem nú virðast ganga undir nafninu stýrivextir. Á þeim tíma sem ég var í banka gengu þessi lán Seðlabanka undir nafninu „Neyðarlán“ og vextir af slíkum lánum voru þá nefndir „refsi-vextir“. Voru þeir lagðir á þau neyðarlán sem Seðlabankinn lánaði banka til að leiðrétta lausafjárstöðu sína um hver mánaðarmót. T. d. ef afborganir mánaðarins af útlánum bankans fóru í vanskil og greiddust ekki inn í mánuði gjalddagans. Þegar fólk fór að benda mér á að Seðlabankinn væri með aðra skýringu en ég hefi sett fram, fór ég að leita að hugsanlegri breytingu á þessum reglum. Í þeirri leit las ég einnig yfir lögin um Fjármálafyrirtæki. Þar fannst mér ýmislegt þarfnast nánari skoðunar, til skýringar á því hvort þar væri að finna ástæður þess hve hægt gengi að stýra inn á fjármálastöðugleika hér á landi. Stór liður í þeim vanda gæti t. d. verið sá að í jafn skuldsettu eignaumhverfi og hér er rekið, skuli vera leyft að skrá viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á sama bankanúmeri, án þess að vera að fullu aðskildir. Kem ef til vill að því síðar. Ég fann hvergi í lögum neina skýringu á þeim hækkunum stýrivaxta sem Seðlabankinn setti af stað. Á samfélagsmiðlum mátti lesa um að lánveitingar Seðlabanka til bankanna væru nú með minna móti Skýringar hlutu því að vera á einhvern annan máta viðskiptalegs eðlis. Ég fór því inn á heimasíðu Seðlabankans, og fann þar í efniskynningu, efnisliðinn „Lauflétta spurningar og svör.“Ég valdi flokkinn: Hvað eru stýrivextir?. Því svarar seðlabankinn svona á heimasíðu sinni: „Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara.“ Þarna eru settar fram afar undarlegar kenningar um stýrivexti sem eru þær víðs fjarri þeim heimildum sem er að finna í lögum um Seðlabanka. Lánveitingar sem Seðlabanka er heimilt að veita lánstofnunum eru almennt skammtímalán í eingreiðsluformi verðbréfs sem Seðlabanki kaupir af einstakri lánastofnun. Seðlabankinn hefur einn heimild til að reikna sérkjarasvið af lánum sem hann lánar sjálfur til lánastofnana. Hækkanir annarra lánastofnana, sem byggðar hafa verið á hækkun stýrivaxta Seðlabankans, virðast því skorta lögmætisreglu. Vegna þess sem hér að framan kemur fram af heimasíðu Seðlabankans, virðist mér hin rétta notkun stýrivaxta eitthvað farin af sporinu. Hækkun stýrivaxta á t. d. engin áhrif að hafa á vexti af þegar veittum lánum. Stýrivextir eru ekki vextir sem leggjist á allar lánastofnanir og alla lánaflokka, heldur einungis hvert bankanúmer sem í starfsemi sinni fer út fyrir heimildareglur starfsleyfis. Stýrivextir leggjast t. d. ekki á langtíma fjárfestingalán eins og húsnæðislán. Stýrivextir reiknast ekki heldur af sparnaðarreikningum, því sparnaður er ekki lánveiting í neinum þeim lánaformum sem taka við stýrivöxtum. Sparnaður er innlánsform. Byrjum á því að líta á það sem í lögunum stendur. Stýrivextir Seðlabankans Í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, fjallar 19. gr. um lánveitingar. Þar segir, að Seðlabankanum sé heimilt: „Til að framfylgja aðgerðum Seðlabanka Íslands í peningamálum og til að efla og varðveita fjármálastöðugleika getur bankinn veitt viðskiptabönkum, sparisjóðum og öðrum sem hafa heimild til að taka við innlánum frá almenningi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki lánmeðkaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem Seðlabankinn metur hæfar.“ Þá er einnig þarna í lögunum ákvæðið sem áður var sérmerkt sem stýrivextir. Þó nafnið sé farið, er textinn enn líkur sjálfum sér. Þar segir. „Þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis landsins getur hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán en um ræðir í 1. mgr. á sérstökum kjörum og gegn öðrum tryggingum en um getur í sömu málsgrein eða með öðrum skilyrðum sem bankinn setur. Heimild þessi nær ekki til fyrirgreiðslu til lánastofnunar til þess að gera henni kleift að uppfylla skilyrði laga um lágmarks eigið fé.“ Hér hefur verið rakið hvernig lánsheimildir Seðlabanka eru yfirleitt tengdar skammtíma aðstoð í bráðum vanda. Rétt er einnig að vekja hér athygli á að í lögum um neytendalánnr. 33/2013, er í 5. gr. þeirra laga fjallað um merkingu hugtaka í þeim lögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. En í umræddri 5. gr. Q segir að: „q. 1) Stýrivextir:Vextir af lánum sem Seðlabanki Íslands veitir, sbr. [ákvæði laga]4)um Seðlabanka Íslands.“ Nýleg lög um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands, virðast dálítið óskýrt hver staða hans er í ramma stjórnarráðsins, því í 1. mgr. 1 gr. laganna segir að: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir ráðherra.“ Í 2.mgr. 1. gr. segir síðan að: „Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans.“ Þarna eru þættir sem ekki virðast ganga upp. Ef um Sjálfstæða stofnun væri að ræða, væri eðlilegt að slík stofnun hefði starfsreglur og kosna stjórn. Og sú stjórn beri alla ábyrgð á rekstri ogöllum skuldbindingum stofnunarinnar. En þessi nýju lög Seðlabankans virðist nú hafa ýmsa ófrágengna enda, þegar litið er til þeirra þriggja nefnda sem kynntar eru í lögum Seðlabankans.. Í fyrsta lagi má nefna að samkvæmt lögum nr. 161/2002, virðist Fjármálaeftirlitið vera stjórnvaldsstofnun sem fari með umfangsmikið ábyrgðarsvið innan laga nr. 161/2002. Og þaðábyrgðarsvið sé enn í fullu gildi þó Fjármáleftirlitið hafi í nýjum lögum Seðlabankans verið sett sem undirstofnun seðlabanka. Ég velti fyrir mér hvernig starfsleyfi muni virka sem Fjármálaeftirlitið veitir, en Seðlabankinn hafnar. Þau Fjármálafyrirtæki, sem enn virðast vera bæði í tengingu við lög 161/2002, eða eins og segir í 1. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, gætu setið uppi með tvíræða og ósamrýmanlega merkingu ákvörðunar að ræða. Ef Ríkissjóður ber t. d. ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans, er þar varla um sjálfstæða stofnun að ræða. Í 2. gr. Seðlabankalaga, um Markmið og verkefni. segir svo í 1. mgr.: „Seðlabanki Íslandsskal stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinnaviðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem Seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd.“ 2. mgr.„Seðlabankanum er heimilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu.“ Markmiðin eru bæði mikilvæg og stór, flókin og víðtæk. En skýringar litlar á því hvaða verkfæri Seðlabankinn hafi til að ná þeim markmiðum sem löggjafinn krefst. Þau verkfæri er ekki að finna í þessum nýjum lögum um Seðlabanka. Eru þá haldbærar forsendur að baki ákvarðanatöku um hækkun stýrivaxta. Og hvaða haldbæru rök hafa svo stjórnendur annarra lánastofnana fyrir hækkunum sínum, því ekki mega þeir hækka með stýrivöxtum. Höfundur er núverandi eldri borgari og fyrrverandi fulltrúi í hagdeild banka og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ég skrifaði fyrir nokkru grein þar sem bent var á að stýrivextir seðlabanka ættu ekki að hafa áhrif á útlánavexti lánastofnana. Til að leggja áherslu á slíkt, hefur alltaf verið grein í lögum um Seðlabanka, þar sem Seðlabanka var veitt heimild til að ákveða sjálfur þá vexti sem settir voru á þau afmörkuðu lán sem honum væri heimilt að veita lánastofnunum. Í næstu mgr. sömu lagagreinar komu svo útlistun á sérstakri heimild Seðlabanka til að aðstoða lánastofnun í lausafjárvanda, með því að kaupa af þeim verðbréf á sérstökum vaxtakjörum, sem nú virðast ganga undir nafninu stýrivextir. Á þeim tíma sem ég var í banka gengu þessi lán Seðlabanka undir nafninu „Neyðarlán“ og vextir af slíkum lánum voru þá nefndir „refsi-vextir“. Voru þeir lagðir á þau neyðarlán sem Seðlabankinn lánaði banka til að leiðrétta lausafjárstöðu sína um hver mánaðarmót. T. d. ef afborganir mánaðarins af útlánum bankans fóru í vanskil og greiddust ekki inn í mánuði gjalddagans. Þegar fólk fór að benda mér á að Seðlabankinn væri með aðra skýringu en ég hefi sett fram, fór ég að leita að hugsanlegri breytingu á þessum reglum. Í þeirri leit las ég einnig yfir lögin um Fjármálafyrirtæki. Þar fannst mér ýmislegt þarfnast nánari skoðunar, til skýringar á því hvort þar væri að finna ástæður þess hve hægt gengi að stýra inn á fjármálastöðugleika hér á landi. Stór liður í þeim vanda gæti t. d. verið sá að í jafn skuldsettu eignaumhverfi og hér er rekið, skuli vera leyft að skrá viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á sama bankanúmeri, án þess að vera að fullu aðskildir. Kem ef til vill að því síðar. Ég fann hvergi í lögum neina skýringu á þeim hækkunum stýrivaxta sem Seðlabankinn setti af stað. Á samfélagsmiðlum mátti lesa um að lánveitingar Seðlabanka til bankanna væru nú með minna móti Skýringar hlutu því að vera á einhvern annan máta viðskiptalegs eðlis. Ég fór því inn á heimasíðu Seðlabankans, og fann þar í efniskynningu, efnisliðinn „Lauflétta spurningar og svör.“Ég valdi flokkinn: Hvað eru stýrivextir?. Því svarar seðlabankinn svona á heimasíðu sinni: „Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara.“ Þarna eru settar fram afar undarlegar kenningar um stýrivexti sem eru þær víðs fjarri þeim heimildum sem er að finna í lögum um Seðlabanka. Lánveitingar sem Seðlabanka er heimilt að veita lánstofnunum eru almennt skammtímalán í eingreiðsluformi verðbréfs sem Seðlabanki kaupir af einstakri lánastofnun. Seðlabankinn hefur einn heimild til að reikna sérkjarasvið af lánum sem hann lánar sjálfur til lánastofnana. Hækkanir annarra lánastofnana, sem byggðar hafa verið á hækkun stýrivaxta Seðlabankans, virðast því skorta lögmætisreglu. Vegna þess sem hér að framan kemur fram af heimasíðu Seðlabankans, virðist mér hin rétta notkun stýrivaxta eitthvað farin af sporinu. Hækkun stýrivaxta á t. d. engin áhrif að hafa á vexti af þegar veittum lánum. Stýrivextir eru ekki vextir sem leggjist á allar lánastofnanir og alla lánaflokka, heldur einungis hvert bankanúmer sem í starfsemi sinni fer út fyrir heimildareglur starfsleyfis. Stýrivextir leggjast t. d. ekki á langtíma fjárfestingalán eins og húsnæðislán. Stýrivextir reiknast ekki heldur af sparnaðarreikningum, því sparnaður er ekki lánveiting í neinum þeim lánaformum sem taka við stýrivöxtum. Sparnaður er innlánsform. Byrjum á því að líta á það sem í lögunum stendur. Stýrivextir Seðlabankans Í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, fjallar 19. gr. um lánveitingar. Þar segir, að Seðlabankanum sé heimilt: „Til að framfylgja aðgerðum Seðlabanka Íslands í peningamálum og til að efla og varðveita fjármálastöðugleika getur bankinn veitt viðskiptabönkum, sparisjóðum og öðrum sem hafa heimild til að taka við innlánum frá almenningi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki lánmeðkaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem Seðlabankinn metur hæfar.“ Þá er einnig þarna í lögunum ákvæðið sem áður var sérmerkt sem stýrivextir. Þó nafnið sé farið, er textinn enn líkur sjálfum sér. Þar segir. „Þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis landsins getur hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán en um ræðir í 1. mgr. á sérstökum kjörum og gegn öðrum tryggingum en um getur í sömu málsgrein eða með öðrum skilyrðum sem bankinn setur. Heimild þessi nær ekki til fyrirgreiðslu til lánastofnunar til þess að gera henni kleift að uppfylla skilyrði laga um lágmarks eigið fé.“ Hér hefur verið rakið hvernig lánsheimildir Seðlabanka eru yfirleitt tengdar skammtíma aðstoð í bráðum vanda. Rétt er einnig að vekja hér athygli á að í lögum um neytendalánnr. 33/2013, er í 5. gr. þeirra laga fjallað um merkingu hugtaka í þeim lögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. En í umræddri 5. gr. Q segir að: „q. 1) Stýrivextir:Vextir af lánum sem Seðlabanki Íslands veitir, sbr. [ákvæði laga]4)um Seðlabanka Íslands.“ Nýleg lög um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands, virðast dálítið óskýrt hver staða hans er í ramma stjórnarráðsins, því í 1. mgr. 1 gr. laganna segir að: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir ráðherra.“ Í 2.mgr. 1. gr. segir síðan að: „Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans.“ Þarna eru þættir sem ekki virðast ganga upp. Ef um Sjálfstæða stofnun væri að ræða, væri eðlilegt að slík stofnun hefði starfsreglur og kosna stjórn. Og sú stjórn beri alla ábyrgð á rekstri ogöllum skuldbindingum stofnunarinnar. En þessi nýju lög Seðlabankans virðist nú hafa ýmsa ófrágengna enda, þegar litið er til þeirra þriggja nefnda sem kynntar eru í lögum Seðlabankans.. Í fyrsta lagi má nefna að samkvæmt lögum nr. 161/2002, virðist Fjármálaeftirlitið vera stjórnvaldsstofnun sem fari með umfangsmikið ábyrgðarsvið innan laga nr. 161/2002. Og þaðábyrgðarsvið sé enn í fullu gildi þó Fjármáleftirlitið hafi í nýjum lögum Seðlabankans verið sett sem undirstofnun seðlabanka. Ég velti fyrir mér hvernig starfsleyfi muni virka sem Fjármálaeftirlitið veitir, en Seðlabankinn hafnar. Þau Fjármálafyrirtæki, sem enn virðast vera bæði í tengingu við lög 161/2002, eða eins og segir í 1. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, gætu setið uppi með tvíræða og ósamrýmanlega merkingu ákvörðunar að ræða. Ef Ríkissjóður ber t. d. ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans, er þar varla um sjálfstæða stofnun að ræða. Í 2. gr. Seðlabankalaga, um Markmið og verkefni. segir svo í 1. mgr.: „Seðlabanki Íslandsskal stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinnaviðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem Seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd.“ 2. mgr.„Seðlabankanum er heimilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu.“ Markmiðin eru bæði mikilvæg og stór, flókin og víðtæk. En skýringar litlar á því hvaða verkfæri Seðlabankinn hafi til að ná þeim markmiðum sem löggjafinn krefst. Þau verkfæri er ekki að finna í þessum nýjum lögum um Seðlabanka. Eru þá haldbærar forsendur að baki ákvarðanatöku um hækkun stýrivaxta. Og hvaða haldbæru rök hafa svo stjórnendur annarra lánastofnana fyrir hækkunum sínum, því ekki mega þeir hækka með stýrivöxtum. Höfundur er núverandi eldri borgari og fyrrverandi fulltrúi í hagdeild banka og ráðgjafi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun