Landsréttur dæmir Magnús Aron í sextán ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. desember 2023 14:11 Magnús Aron Magnússon var í apríl dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt Magnús Aron Magnússon, 22 ára karlmann, í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni fyrir utan heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti rétt rúmlega tvö. Ákæruvaldið fór fram á að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í apríl síðastliðnum, yrði staðfestur. Bjarni Hauksson, verjandi Magnúsar, hafði farið fram á að Magnús yrði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. Bjarni segist í samtali við fréttastofu ósáttur með dóminn og ósammála niðurstöðu Landsréttar. Gylfi fannst meðvitundarlaus á vettvangi laugardagskvöldið 4. júní 2022 eftir að Magnús hafði sjálfur hringt á lögregluna. Endurlífgunartiraunir báru ekki árangur en Gylfi lá fyrir framan húsið og Magnús sat skammt frá á sömu lóð. Landsréttur gerði smávægilegar breytingar á niðurstöðu héraðsdóms. Í héraði hafði Magnúsi verið gert að greiða níu einstaklingum miskabætur, þær hæstu vörðuður rúmar tíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti fimm hæstu einkaréttarkröfurnar, en sýknaði Magnús af hinum. Hver og ein þeirra varðaði 1,25 milljónir króna. Slæmar heimilisaðstæður Aðalmeðferð í málinu lauk 31. mars síðastliðinn og hafði þá staðið yfir í þrjá daga. Fram kom við vitnaleiðslur að þrátt fyrir að Magnús væri metinn sakhæfur og geðlæknar og sálfræðingar mætu að hann glímdi ekki við neina alvarlega geðsjúkdóma sé hann líklegast á einhverfurófinu. Þá hafi Magnús sýnt einhver einkenni persónuleikaröskunar þó hann sé líklega ekki haldinn henni. Grunur um einhverfu hafi lengi verið uppi en faðir Magnúsar neitað að senda hann í greiningu á barnsárum. Foreldrar Magnúsar skildu þegar hann var ungur og við tók þung forræðisdeila. „Við töldum að líklegast væri hann með væga einhverfu en gátum ekki að fullu greint það. Hann lenti í mikilli vanrækslu og ofbeldi. Honum var aldrei hjálpað við að aðlagast í lífinu og í þjóðfélaginu. Hann hefði þurft allt öðruvísi uppeldi miðað við aðstæður. Foreldrar stóðu í veg fyrir á tímabili að hann fengi þá hjálp sem hann þyrfti,“ sagði einn geðlæknanna í vitnisburði sínum fyrir dómi. Læknarnir sammæltust þá um að Magnús þyrfti á aðstoð að halda, aðstoð sem hann geti fengið í fangelsi hjá geðheilsuteymi. Réðist á annan nágranna kvöldið áður Eins og greint var frá stuttu eftir morðið höfðu nágrannar Magnúsar í Barðavogi og víðar í hverfinu lengi haft áhyggjur af honum, meðal annars vegna meðferðar hans á dýrum. Karlmaður á þrítugsaldri, sem bjó á miðhæð í sama húsi og Magnús og Gylfi, lýsti því fyrir dómi að Magnús hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann hafi verið að koma heim rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldi, mætt Magnúsi í stiganum og boðið gott kvöld. Magnús hafi þá slegið til hans og nágranninn spurt hvað hann væri að pæla. Magnús hafi þá ekki svarað og þegar nágranninn reyndi að fara í íbúð sína hafi Magnús meinað honum aðgang. Í kjölfarið hafi Magnús hringt á lögreglu og sagt nágrannann hafa ráðist á sig. „Ég forðast hann aðeins og sé svo að hann leggur frá sér símann sinn og gerir atlögu að mér. Þetta þróast út í sprett út Barðavoginn, alveg út að horni þar sem ég næ að hlaupa frá honum,“ sagði nágranninn. Lögregla mætti á vettvang og tók skýrslu af nágrannanum og Magnúsi, sem endaði á að fara upp í íbúð sína í risinu til að sofa. Hann var á þessum tíma einn heima en móðir hans, sem hann bjó með, lá þá á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið vægt hjartaáfall. Nágranninn segir mikil læti hafa verið í íbúð Magnúsar um nóttina, eins og hann væri að færa til húsgögn og hann því sofið illa. Sögðu hann gera of mikið úr stöðunni Morguninn eftir hafi nágranninn ásamt kærustu sinni leitað á heilsugæslu og gert Gylfa, sem bjó í kjallaraíbúð, viðvart í skilaboðum hvað hafi gerst. Móðir nágrannans, sem er lögreglukona, hafi tjáð syni sínum að eini möguleikinn væri að fá lækni til að svipta Magnús sjálfræði til að fjarlægja hann af lögheimili sínu. Um tvöleytið hafi hann rætt þennan möguleika við lögreglu. Um þrjú hafi þau svo komið heim og móðir hans þá séð Magnús fara út úr húsinu, sem hann segist aldrei hafa séð Magnús gera að degi til. Magnús hafi þá gengið fram og til baka í garði hússins, þau urðu skelkuð og hringdu á lögreglu. Þegar lögreglumenn mættu á svæðið byrjaði nágranninn að pakka í töskur enda ekki viljað dvelja í húsinu á meðan ástandið væri svona. „Varðstjórinn er á staðnum og segir mér að slaka aðeins á, settla aðstæður. Segir mér að eina úrræðið í þessu sé ef það eru nógu mörg mál á honum. Ef eitthvað hefur gerst áður,“ sagði nágranninn. „Ég var hvattur til að gista aðra nótt og til að hringja í lögregluna alltaf þegar eitthvað gerðist. Sama hvort það væri ólöglegt eða annað. Þau hefðu ekki nóg eins og er til að svipta hann sjálfræði.“ Lögreglumennirnir hafi sagt nágrannanum að hann væri að bregðast of hart við en hann ekki tekið í mál að dvelja þarna aðra nótt. Hann hafi þá látið Gylfa vita af stöðu mála og beðið hann að hafa eyrun opin, ef Magnús skyldi til að mynda brjótast inn á heimili þeirra. „Gylfi segist ætla að tala hann til og ég svara honum til baka að ég mæli alls ekki með því. Hann sé í einhvers konar geðrofi.“ Rétt er að vara lesendur við grafískum lýsingum ákærða á atburðarásinni hér að neðan. Margsaga en hringdi sjálfur á neyðarlínuna Magnús Aron lýsti því fyrir dómi að um klukkan sjö þetta laugardagskvöld hafi verið bankað á dyr hans og hann svarað. Gylfi hafi þar verið og smeygt sér inn um rifu á dyrunum. Magnús hafi þá hrint honum út og átök hafist. Magnús sagðist hafa verið kýldur fjórum sinnum og þeir togast niður stigann þar sem slagsmál hefðu haldið áfram. Hann hafi því næst skallað Gylfa tvisvar og sparkað í andlit hans. Þá hafi hann sparkað í maga Gylfa og reynt að taka hann niður í jörðina og átök þeirra á milli haldið áfram. Hann hafi aftur sparkað í Gylfa og slegið, brotið á honum kjálkann og í framhaldinu rotað hann. Þá sagðist Magnús hafa farið upp í íbúðina og sótt símann sinn. Hann hefði sjálfur hringt í Neyðarlínuna og farið inn að klæða sig. Hann hefði farið úr að ofan því Gylfi hefði rifið fötin hans í átökunum. Svo hafi hann sest niður í blómabeð fyrir utan og beðið lögreglu. Magnús hefur verið margsaga um atburðina, flakkað milli þess að Gylfi hafi verið standandi eða liggjandi þegar Magnús rotaði hann, neitað því fyrir dómi að hafa ítrekað sprakað í andlit Gylfa þrátt fyrir að hafa sagt það í skýrslutökum lögreglu og svo framvegis. Þá hefur hann sakað lögreglu um að hafa breytt skýrslunni sem tekin var af honum. Nágrannar fylgdust með hörmungunum í næsta garði Nágrannar sem urðu vitni að átökum Magnúsar og Gylfa sögðu fyrir dómi að það sé ekki rétt hjá Magnúsi að hann hafi ekki veitt Gylfa högg eftir að hann missti meðvitund. Nágrannarnir, hjón búsett í húsinu við hliðina á, heyrðu skarkala á meðan þau voru úti að grilla og lituðust þá um og sáu Gylfa og Magnús. Maðurinn segir Gylfa hafa legið og Magnús verið að traðka á brjóstkassa Gylfa. „Ég hljóp inn og lét hringja á lögregluna. Kom aftur og sá að hinn var hættur að hreyfast. Sá síðan manninn sem var að stappa á honum labba í kring og sparka í hausinn á honum. Hélt hann á síma en vissi ekki hvort hann hafi verið að taka myndir eða hvað. Svo fylgdist öll fjölskyldan með. Maðurinn var enn með meðvitundarlausa manninum og var þannig þar til lögregla kom,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Eiginkona og sonur mannsins tóku undir vitnisburð hans. Konan bætti þá við að eiginmaður hennar hafi beðið hana að hringja á sjúkrabíl, hann héldi að þarna væri verið að drepa mann. „Ég var inni allan tímann og sé vel yfir. Ég sá mörg spörk. Það var sparkað af afli. Sá enga hreyfingu. Sá þegar lögregla kom á vettvang og sá manninn sem var að sparka handtekinn,“ sagði konan sem var ekki kunnugt um deilur aðila í húsinu. Hún hafi þó orðið var við það að lögregla kom þangað kvöldið áður. Tók alblóðugur á móti lögreglu Lögreglukona sem var í hópi þeirra sem fyrstir komu á vettvang greindi frá því fyrir dómi að Magnús Aron hafi verið alblóðugur þegar hann tók á móti þeim. Hann hafi tjáð þeim að maður hafi ráðist á sig en hann rotað hann, og bent á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Gylfi lést af völdum höfuðáverka en fram hefur komið að Magnús hafi kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á andliti og brjóstkassa Gylfa. Áverkar á honum voru miklir, eins og lögreglukonan lýsti, og hlaut hann meðal annars húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Fram kemur að Gylfi lá þannig að höfuð hans var á grasbala, háls hans við steyptan kant og restin af líkama hans á malarplani. Í grasinu, undir þar sem höfuð Gylfa var, var mikil dæld. Magnús hefur tekið fyrir að dældin sé eftir áflogin, og vísað til þess að fleiri dældir séu í grasinu á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Tengdar fréttir Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. 27. apríl 2023 11:31 Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22 Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. 29. mars 2023 22:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti rétt rúmlega tvö. Ákæruvaldið fór fram á að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í apríl síðastliðnum, yrði staðfestur. Bjarni Hauksson, verjandi Magnúsar, hafði farið fram á að Magnús yrði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. Bjarni segist í samtali við fréttastofu ósáttur með dóminn og ósammála niðurstöðu Landsréttar. Gylfi fannst meðvitundarlaus á vettvangi laugardagskvöldið 4. júní 2022 eftir að Magnús hafði sjálfur hringt á lögregluna. Endurlífgunartiraunir báru ekki árangur en Gylfi lá fyrir framan húsið og Magnús sat skammt frá á sömu lóð. Landsréttur gerði smávægilegar breytingar á niðurstöðu héraðsdóms. Í héraði hafði Magnúsi verið gert að greiða níu einstaklingum miskabætur, þær hæstu vörðuður rúmar tíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti fimm hæstu einkaréttarkröfurnar, en sýknaði Magnús af hinum. Hver og ein þeirra varðaði 1,25 milljónir króna. Slæmar heimilisaðstæður Aðalmeðferð í málinu lauk 31. mars síðastliðinn og hafði þá staðið yfir í þrjá daga. Fram kom við vitnaleiðslur að þrátt fyrir að Magnús væri metinn sakhæfur og geðlæknar og sálfræðingar mætu að hann glímdi ekki við neina alvarlega geðsjúkdóma sé hann líklegast á einhverfurófinu. Þá hafi Magnús sýnt einhver einkenni persónuleikaröskunar þó hann sé líklega ekki haldinn henni. Grunur um einhverfu hafi lengi verið uppi en faðir Magnúsar neitað að senda hann í greiningu á barnsárum. Foreldrar Magnúsar skildu þegar hann var ungur og við tók þung forræðisdeila. „Við töldum að líklegast væri hann með væga einhverfu en gátum ekki að fullu greint það. Hann lenti í mikilli vanrækslu og ofbeldi. Honum var aldrei hjálpað við að aðlagast í lífinu og í þjóðfélaginu. Hann hefði þurft allt öðruvísi uppeldi miðað við aðstæður. Foreldrar stóðu í veg fyrir á tímabili að hann fengi þá hjálp sem hann þyrfti,“ sagði einn geðlæknanna í vitnisburði sínum fyrir dómi. Læknarnir sammæltust þá um að Magnús þyrfti á aðstoð að halda, aðstoð sem hann geti fengið í fangelsi hjá geðheilsuteymi. Réðist á annan nágranna kvöldið áður Eins og greint var frá stuttu eftir morðið höfðu nágrannar Magnúsar í Barðavogi og víðar í hverfinu lengi haft áhyggjur af honum, meðal annars vegna meðferðar hans á dýrum. Karlmaður á þrítugsaldri, sem bjó á miðhæð í sama húsi og Magnús og Gylfi, lýsti því fyrir dómi að Magnús hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann hafi verið að koma heim rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldi, mætt Magnúsi í stiganum og boðið gott kvöld. Magnús hafi þá slegið til hans og nágranninn spurt hvað hann væri að pæla. Magnús hafi þá ekki svarað og þegar nágranninn reyndi að fara í íbúð sína hafi Magnús meinað honum aðgang. Í kjölfarið hafi Magnús hringt á lögreglu og sagt nágrannann hafa ráðist á sig. „Ég forðast hann aðeins og sé svo að hann leggur frá sér símann sinn og gerir atlögu að mér. Þetta þróast út í sprett út Barðavoginn, alveg út að horni þar sem ég næ að hlaupa frá honum,“ sagði nágranninn. Lögregla mætti á vettvang og tók skýrslu af nágrannanum og Magnúsi, sem endaði á að fara upp í íbúð sína í risinu til að sofa. Hann var á þessum tíma einn heima en móðir hans, sem hann bjó með, lá þá á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið vægt hjartaáfall. Nágranninn segir mikil læti hafa verið í íbúð Magnúsar um nóttina, eins og hann væri að færa til húsgögn og hann því sofið illa. Sögðu hann gera of mikið úr stöðunni Morguninn eftir hafi nágranninn ásamt kærustu sinni leitað á heilsugæslu og gert Gylfa, sem bjó í kjallaraíbúð, viðvart í skilaboðum hvað hafi gerst. Móðir nágrannans, sem er lögreglukona, hafi tjáð syni sínum að eini möguleikinn væri að fá lækni til að svipta Magnús sjálfræði til að fjarlægja hann af lögheimili sínu. Um tvöleytið hafi hann rætt þennan möguleika við lögreglu. Um þrjú hafi þau svo komið heim og móðir hans þá séð Magnús fara út úr húsinu, sem hann segist aldrei hafa séð Magnús gera að degi til. Magnús hafi þá gengið fram og til baka í garði hússins, þau urðu skelkuð og hringdu á lögreglu. Þegar lögreglumenn mættu á svæðið byrjaði nágranninn að pakka í töskur enda ekki viljað dvelja í húsinu á meðan ástandið væri svona. „Varðstjórinn er á staðnum og segir mér að slaka aðeins á, settla aðstæður. Segir mér að eina úrræðið í þessu sé ef það eru nógu mörg mál á honum. Ef eitthvað hefur gerst áður,“ sagði nágranninn. „Ég var hvattur til að gista aðra nótt og til að hringja í lögregluna alltaf þegar eitthvað gerðist. Sama hvort það væri ólöglegt eða annað. Þau hefðu ekki nóg eins og er til að svipta hann sjálfræði.“ Lögreglumennirnir hafi sagt nágrannanum að hann væri að bregðast of hart við en hann ekki tekið í mál að dvelja þarna aðra nótt. Hann hafi þá látið Gylfa vita af stöðu mála og beðið hann að hafa eyrun opin, ef Magnús skyldi til að mynda brjótast inn á heimili þeirra. „Gylfi segist ætla að tala hann til og ég svara honum til baka að ég mæli alls ekki með því. Hann sé í einhvers konar geðrofi.“ Rétt er að vara lesendur við grafískum lýsingum ákærða á atburðarásinni hér að neðan. Margsaga en hringdi sjálfur á neyðarlínuna Magnús Aron lýsti því fyrir dómi að um klukkan sjö þetta laugardagskvöld hafi verið bankað á dyr hans og hann svarað. Gylfi hafi þar verið og smeygt sér inn um rifu á dyrunum. Magnús hafi þá hrint honum út og átök hafist. Magnús sagðist hafa verið kýldur fjórum sinnum og þeir togast niður stigann þar sem slagsmál hefðu haldið áfram. Hann hafi því næst skallað Gylfa tvisvar og sparkað í andlit hans. Þá hafi hann sparkað í maga Gylfa og reynt að taka hann niður í jörðina og átök þeirra á milli haldið áfram. Hann hafi aftur sparkað í Gylfa og slegið, brotið á honum kjálkann og í framhaldinu rotað hann. Þá sagðist Magnús hafa farið upp í íbúðina og sótt símann sinn. Hann hefði sjálfur hringt í Neyðarlínuna og farið inn að klæða sig. Hann hefði farið úr að ofan því Gylfi hefði rifið fötin hans í átökunum. Svo hafi hann sest niður í blómabeð fyrir utan og beðið lögreglu. Magnús hefur verið margsaga um atburðina, flakkað milli þess að Gylfi hafi verið standandi eða liggjandi þegar Magnús rotaði hann, neitað því fyrir dómi að hafa ítrekað sprakað í andlit Gylfa þrátt fyrir að hafa sagt það í skýrslutökum lögreglu og svo framvegis. Þá hefur hann sakað lögreglu um að hafa breytt skýrslunni sem tekin var af honum. Nágrannar fylgdust með hörmungunum í næsta garði Nágrannar sem urðu vitni að átökum Magnúsar og Gylfa sögðu fyrir dómi að það sé ekki rétt hjá Magnúsi að hann hafi ekki veitt Gylfa högg eftir að hann missti meðvitund. Nágrannarnir, hjón búsett í húsinu við hliðina á, heyrðu skarkala á meðan þau voru úti að grilla og lituðust þá um og sáu Gylfa og Magnús. Maðurinn segir Gylfa hafa legið og Magnús verið að traðka á brjóstkassa Gylfa. „Ég hljóp inn og lét hringja á lögregluna. Kom aftur og sá að hinn var hættur að hreyfast. Sá síðan manninn sem var að stappa á honum labba í kring og sparka í hausinn á honum. Hélt hann á síma en vissi ekki hvort hann hafi verið að taka myndir eða hvað. Svo fylgdist öll fjölskyldan með. Maðurinn var enn með meðvitundarlausa manninum og var þannig þar til lögregla kom,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Eiginkona og sonur mannsins tóku undir vitnisburð hans. Konan bætti þá við að eiginmaður hennar hafi beðið hana að hringja á sjúkrabíl, hann héldi að þarna væri verið að drepa mann. „Ég var inni allan tímann og sé vel yfir. Ég sá mörg spörk. Það var sparkað af afli. Sá enga hreyfingu. Sá þegar lögregla kom á vettvang og sá manninn sem var að sparka handtekinn,“ sagði konan sem var ekki kunnugt um deilur aðila í húsinu. Hún hafi þó orðið var við það að lögregla kom þangað kvöldið áður. Tók alblóðugur á móti lögreglu Lögreglukona sem var í hópi þeirra sem fyrstir komu á vettvang greindi frá því fyrir dómi að Magnús Aron hafi verið alblóðugur þegar hann tók á móti þeim. Hann hafi tjáð þeim að maður hafi ráðist á sig en hann rotað hann, og bent á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Gylfi lést af völdum höfuðáverka en fram hefur komið að Magnús hafi kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á andliti og brjóstkassa Gylfa. Áverkar á honum voru miklir, eins og lögreglukonan lýsti, og hlaut hann meðal annars húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Fram kemur að Gylfi lá þannig að höfuð hans var á grasbala, háls hans við steyptan kant og restin af líkama hans á malarplani. Í grasinu, undir þar sem höfuð Gylfa var, var mikil dæld. Magnús hefur tekið fyrir að dældin sé eftir áflogin, og vísað til þess að fleiri dældir séu í grasinu á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Tengdar fréttir Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. 27. apríl 2023 11:31 Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22 Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. 29. mars 2023 22:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. 27. apríl 2023 11:31
Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22
Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. 29. mars 2023 22:01