Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 11:51 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira