Hugvekja til Íslendinga Arnar Þór Jónsson skrifar 10. desember 2023 19:01 Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun