Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2023 11:59 Lyklaskipti hjá ríkisstjórninni en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni í dómsmálaráðuneytinu. Ljóst er að Jón sér ekki fram á að ríkisstjórnin eigi sér mikla framtíð. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira