Fækkum rauðu rósunum Sigmar Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 12:30 Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun