Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 10:46 Umfangsmiklar tjaldbúðir hafa risið við byggingar Sameinuðu þjóðanna á suðurhluta Gasastrandarinnar. AP/Mohammed Dahman Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11