Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 08:45 Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM og sömuleiðis íþróttafélögin Val og Hauka. Vísir/Vilhelm Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn KFUM og KFUK á Íslandi. Þar segir að í lok október síðastliðnum hafi KFUM og KFUK boðið þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Friðriks, eða þeim sem hefðu heimildir um slíkt, að stíga fram og greina frá reynslu sinni. Opnaður hafi verið formlegur farvegur með milligöngu tveggja reyndra fagmanna. „Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðinarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. KFUM og KFUK biður hér með þolendur einlæglega afsökunar,“ segir í tilkynningunni. „Við hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun stofnandans á sínum tíma, en sr. Friðrik lést árið 1961. Stjórn KFUM og KFUK þakkar þeim fjölmörgu sem hafa látið sig málið varða og hafa með margvíslegum hætti lagt lið í þessu uppgjöri við fortíðina.“ KFUM og KFUK umberi ekki kynferðislega áreitni eða ofbeldi og öryggi og velferð barna sé í fyrirrúmi. „Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau þurfa m.a. að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum.“ Kynferðisofbeldi Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Trúmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn KFUM og KFUK á Íslandi. Þar segir að í lok október síðastliðnum hafi KFUM og KFUK boðið þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Friðriks, eða þeim sem hefðu heimildir um slíkt, að stíga fram og greina frá reynslu sinni. Opnaður hafi verið formlegur farvegur með milligöngu tveggja reyndra fagmanna. „Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðinarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. KFUM og KFUK biður hér með þolendur einlæglega afsökunar,“ segir í tilkynningunni. „Við hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun stofnandans á sínum tíma, en sr. Friðrik lést árið 1961. Stjórn KFUM og KFUK þakkar þeim fjölmörgu sem hafa látið sig málið varða og hafa með margvíslegum hætti lagt lið í þessu uppgjöri við fortíðina.“ KFUM og KFUK umberi ekki kynferðislega áreitni eða ofbeldi og öryggi og velferð barna sé í fyrirrúmi. „Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau þurfa m.a. að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum.“
Kynferðisofbeldi Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Trúmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira