Þjónustutengd fjármögnun í forgang Willum Þór Þórsson skrifar 20. desember 2023 14:30 Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun