„Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Dagbjört Dögg Karlsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum Söru Líf Boama, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Margréti Ósk Einarsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Ein úr Íslandsmeistaraliði Valsmanna faldi ástæðuna fyrir því að hún missti af mikilvægum leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira