Forðumst flugeldaslys Ágúst Mogensen skrifar 29. desember 2023 10:30 Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Flugeldar Tryggingar Slysavarnir Áramót Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun