Saman gerum við betur! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. desember 2023 11:00 Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun