Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:31 Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar