47% þjóðarsátt? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. janúar 2024 08:30 Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun