Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:30 Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur eru mörg táknmal til í heiminum. Þau eru mjög lifandi og hafa þróast hvert og eitt með sínum hætti rétt eins og raddmál hafa gert. Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Þannig er íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og eina málið sem á sér lagalega stöðu utan íslenskrar tungu, líkt og kemur fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Á Íslandi er orðið döff notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, en það að vera döff er það að er að líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að hlúa að íslensku táknmáli og styðja við það, en hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi eða heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur. Í gær kynnti ég þingsályktun og aðgerðaáætlun í málstefnu íslensks táknmáls sem unnið hefur verið að í ráðuneyti menningarmála og boðuð var í þingsályktun frá árinu 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Málstefnan, sem er sú fyrsta fyrir íslenskt táknmál, tekur til sex meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins og áhersluþætti innan hverrar meginstoðar, en þær eru: máltaka táknmálsbarna, rannsóknir og varðveisla, jákvætt viðhorf, fjölgun umdæma íslensks táknmáls og lagaumhverfi. Meðfylgjandi aðgerðaáætlun inniheldur aðgerðir sem miðast við að koma þurfi til framkvæmda á næstu þremur árum og hafa stjórnvöld nú þegar tryggt fjármuni til að fylgja þeirri áherslu eftir. Ég er stolt af þessum áfanga og þakklát öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni, en í starfshóp sem vann drög að málstefnu íslensks táknmáls áttu sæti áttu sæti fulltrúar Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem áttu í samráði við táknmálssamfélagið. Íslenskt táknmál er órjúfanlegur hluti af samfélaginu okkar enda höfum við öll þörf fyrir að eiga í samskiptum og tjá okkur um lífið og tilveruna, hvort sem um er að ræða heyrnarlausa eða heyrandi. Ég hlakka til að vinna enn frekar að því að efla íslenskt táknmál og tryggja stöðu þess til framtíðar. Hér má finna táknmálstúlkun á þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun henni tengdri. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Táknmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur eru mörg táknmal til í heiminum. Þau eru mjög lifandi og hafa þróast hvert og eitt með sínum hætti rétt eins og raddmál hafa gert. Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Þannig er íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og eina málið sem á sér lagalega stöðu utan íslenskrar tungu, líkt og kemur fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Á Íslandi er orðið döff notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, en það að vera döff er það að er að líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að hlúa að íslensku táknmáli og styðja við það, en hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi eða heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur. Í gær kynnti ég þingsályktun og aðgerðaáætlun í málstefnu íslensks táknmáls sem unnið hefur verið að í ráðuneyti menningarmála og boðuð var í þingsályktun frá árinu 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Málstefnan, sem er sú fyrsta fyrir íslenskt táknmál, tekur til sex meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins og áhersluþætti innan hverrar meginstoðar, en þær eru: máltaka táknmálsbarna, rannsóknir og varðveisla, jákvætt viðhorf, fjölgun umdæma íslensks táknmáls og lagaumhverfi. Meðfylgjandi aðgerðaáætlun inniheldur aðgerðir sem miðast við að koma þurfi til framkvæmda á næstu þremur árum og hafa stjórnvöld nú þegar tryggt fjármuni til að fylgja þeirri áherslu eftir. Ég er stolt af þessum áfanga og þakklát öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni, en í starfshóp sem vann drög að málstefnu íslensks táknmáls áttu sæti áttu sæti fulltrúar Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem áttu í samráði við táknmálssamfélagið. Íslenskt táknmál er órjúfanlegur hluti af samfélaginu okkar enda höfum við öll þörf fyrir að eiga í samskiptum og tjá okkur um lífið og tilveruna, hvort sem um er að ræða heyrnarlausa eða heyrandi. Ég hlakka til að vinna enn frekar að því að efla íslenskt táknmál og tryggja stöðu þess til framtíðar. Hér má finna táknmálstúlkun á þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun henni tengdri. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun