Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 08:30 Christie hefur verið eina forsetaefni Repúblikanaflokksins sem hefur vaðið í Trump. AP/Robert F. Bukaty Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. „Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
„Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira