Spá því að ársverðbólga verði 5,9 prósent í apríl Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 11:16 Útsölur og lækkun flugfargjalda á að vega á móti gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi um áramót. Útsölur eru í flestum verslunum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og verði komin í sex prósent í apríl. En til að það gerist þarf íbúðamarkaður „að vera til friðs“ og krónan að haldast stöðug. Þetta kemur fram í nýjustu spá deildarinnar sem birt var í dag. „Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér. Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér.
Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira