„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 20:40 Á morgun lýkur borgarstjóraferli Dags og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. „Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira