Borgarstjóraskiptin í dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 16. janúar 2024 14:01 Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.