Gervigreind - Bylting á ógnarhraða ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar 16. janúar 2024 14:01 Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Atvinnurekendur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun