Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:33 Síma- og netsamband gæti farið fram í gegn um gervihnetti ef Ísland tekur þátt í verkefninu. NASA Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel. Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira