Drónaárásir í Rússlandi í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 09:34 Ríkisstjóri Leníngradhéraðs birti þessa mynd frá olíuvinnslustöðinni í morgun. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55