Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 06:37 Myndin er tekin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í október. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27