Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun