„Mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 12:02 Elvar Örn Jónsson í loftinu í leiknum við Frakka á EM. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, býr sig undir hörkuleik gegn Króötum í dag. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Sjá meira
„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00
Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00
Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31
Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða