Gambítur Svandísar Haukur Arnþórsson skrifar 24. janúar 2024 09:31 Svandís Svavarsdóttir stillir Kristrúnu í Samfylkingunni og Sjálfstæðismönnunum upp við vegg – og býðst til að leiða og sameina vinstri menn með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – sem allt færir siðferði stjórnmálanna aftur um áratugi. Ríkið, sem hefur bæði einokun á reglusetningu og þvingunarúrræðum í þjóðfélaginu, má ekki taka ákvarðanir sem takmarka frelsi almennings nema hafa til þess ótvíræðar lagaheimildir. Það er kallað lögmætisregla. Almenningur má hins vegar gera hvaðeina sem ekki er bannað. Lögmætisreglan er ein af meginreglum réttarríkisins og undirstaða vestrænna lýðræðisþjóðfélaga – og hefur í aðalatriðum stöðu stjórnarskrárákvæðis. Þegar ákvörðun stjórnvalds hefur ekki lagastoð – eins og úrskurður Umboðsmanns Alþingis bendir á að hvalveiðibann matvætaráðherra vorið 2023 hafi ekki – er það brot á lögmætisreglunni. Yfirskipuð regla Vegna stöðu sinnar er lögmætisreglan yfirskipuð almennum lögum, m.a. lögum um dýravernd – og þeir lögfræðingar sem halda öðru fram taka pólitísk sjónarmið fram yfir lögfræði. Enda þótt meirihluti íslensku þjóðarinnar sé andvígur hvalveiðum og telji þær ómannúðlegar, munu allir sem vilja búa í regluvæddu þjóðfélagi þar sem geðþóttaákvarðanir koma ekki til greina telja óhjákvæmilegt að veiðibann sé sett með lögmætum hætti. Sífellt færri taka undir gamla slagorðið „tilgangurinn helgar meðalið“, enda skapar það grundvöll fyrir þjóðfélagslega upplausn og opnar stjórnmálamönnum leiðir sem þeim eiga að vera lokaðar. Að leiða vinstri menn En svo vinsæl er hugmyndin um hvalveiðibann að útlit er fyrir að sameina megi vinstri menn, nú þegar gæti dregið að kosningum, um það mál. Og einmitt þetta mál má nota til að slá úr hendi Kristrúnar hjá Samfylkingunni mögulega forystu til vinstri, en færa hana í hendur Svandísar matvælaráðherra. Kristrún getur ekki með góðu móti sett sig upp á móti lögbroti Svandísar og greitt vantrauststillögu atkvæði á Alþingi vegna vinsælda hvalveiðibanns hjá vinstri mönnum. Í þessu máli getur hún ekki haft forystu. Að kaupa atkvæði Með hvalveiðibanninu vorið 2023 reyndi matvælaráðherra – og tekst kannski – að kaupa sér stuðning vinstra fólks, sem þó hefur almennt gefist upp á Vg sem vinstri sinnuðu stjórnmálaafli. Almenningur mun væntanlega þurfa að greiða milljarða úr ríkissjóði vegna bannsins. Munum að atkvæði verða ekki keypt nema út á vinsæl mál. Þetta er í annað sinn sem ráðherra Vg vegur að sjávarútveginum með því að kaupa sér atkvæði fyrir almannafé út á óvinsældir kvótakerfisins; áður var það Jón Bjarnason með reglugerð um makrílveiðar sem kostaði hundruð milljóna. Ómálefnaleg viðbrögð Þær ákvarðanir sem Svandís matvælaráðherra tók mánudaginn 22. janúar s.l., þ.e. að sitja áfram og láta endurskoða lögin um hvalveiðar, passa ekki tilefninu. Annars vegar hefði hvaða annar vestrænn stjórnmálamaður sem er sagt af sér – það eru hið eðlilega svar hennar – og hins vegar verða ný lög, sem mögulega heimila hvalveiðibann á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða, aldrei afturvirk og koma banninu á vorinu 2023 því ekki við. Svör hennar eru ekki efnisleg eðlileg gagnvart þeim spurningum sem að henni var beint. Þá vísaði hún bótakröfum hvalveiðimannanna til ríkislögmanns til að ekki fari á milli mála hver borgar. Á Svandís erindi í ráðuneytið? Það segir sig sjálft að eftir ákvarðanir sínar, bæði á síðasta ári og þessu, á Svandís ekkert erindi í matvælaráðuneytið. Reikna má með að atvinnuvegurinn hafni henni. Því er eðlilegt að hún stígi til hliðar og feli Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, málaflokkinn. Sem hún hefur nú gert. Ef Svandís á ekki erindi í ráðuneytið virðist ljóst að hún stefnir að kosningum innan skamms; kosningum þar sem hún fer fyrir vinstri mönnum í baráttunni við þá höfuðóvini þeirra sem hún hefur skilgreint – og eru kvótakerfið og Sjálfstæðisflokkurinn. Afstaða Vg til kvótakerfisins Það er reyndar sú mótsögn í þessu máli – þar sem Svandís leikur hlutverk refsivandar yfir sjávarútveginum – að Vg, sérstaklega landsbyggðarhluti flokksins, heldur hlífiskildi yfir kvótakerfinu og gerði það í Jóhönnustjórninni. Siðferði stjórnmálamanna Ef við horfum úr aðeins meiri fjarlægð á málin, verður ljóst að hluti menntamannasamfélagsins og er þá ekki síst átt við háskólana, margir fréttamenn, listafólk og síðast en ekki síst allur almenningur, hefur kallað eftir sterkari siðferðiskennd og aukinni ábyrgð stjórnmálamanna á eigin verkum. Hafa sumir talið vinstri menn leiða þá baráttu, en aðrir, að allir stjórnmálaflokkarnir séu undir sömu sök seldir. Nú blasir við hvort heldur er. Hér skal minnt á að ástandið hefur batnað verulega síðustu misseri og ár. Bakslag vinstri manna Ef Svandísi Svavarsdóttur tekst ætlunarverk sitt – að sameina vinstri menn undir sinni forystu með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – hefur bakslag átt sér stað í baráttunni fyrir bættu stjórnmálasiðferði. Vinstri menn hafa þá gengið viljugir, óviljugir, á höggstokk pólitísks siðrofs og samþykkt gamla Ísland. Að stjórnmálamenn geti gert það sem þeim sýnist. Lokaorð Flestir stjórnsýslufræðingar og lögfræðingar horfa með ugg á gambít Svandísar Svavarsdóttur. Vinstri sinnaður almenningur virðist ekki endilega velja að búa í þjóðfélagi reglusetningar sem veitir stjórnmálamönnum aðhald – ef á móti standa vinsæl sjónarmið. En höfundur þessara orða getur hins vegar ekki hugsað sér að bakslag í siðvæðingu stjórnmálanna eigi sér stað – með stuðningi skoðanasystkina hans í stjórnmálum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir stillir Kristrúnu í Samfylkingunni og Sjálfstæðismönnunum upp við vegg – og býðst til að leiða og sameina vinstri menn með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – sem allt færir siðferði stjórnmálanna aftur um áratugi. Ríkið, sem hefur bæði einokun á reglusetningu og þvingunarúrræðum í þjóðfélaginu, má ekki taka ákvarðanir sem takmarka frelsi almennings nema hafa til þess ótvíræðar lagaheimildir. Það er kallað lögmætisregla. Almenningur má hins vegar gera hvaðeina sem ekki er bannað. Lögmætisreglan er ein af meginreglum réttarríkisins og undirstaða vestrænna lýðræðisþjóðfélaga – og hefur í aðalatriðum stöðu stjórnarskrárákvæðis. Þegar ákvörðun stjórnvalds hefur ekki lagastoð – eins og úrskurður Umboðsmanns Alþingis bendir á að hvalveiðibann matvætaráðherra vorið 2023 hafi ekki – er það brot á lögmætisreglunni. Yfirskipuð regla Vegna stöðu sinnar er lögmætisreglan yfirskipuð almennum lögum, m.a. lögum um dýravernd – og þeir lögfræðingar sem halda öðru fram taka pólitísk sjónarmið fram yfir lögfræði. Enda þótt meirihluti íslensku þjóðarinnar sé andvígur hvalveiðum og telji þær ómannúðlegar, munu allir sem vilja búa í regluvæddu þjóðfélagi þar sem geðþóttaákvarðanir koma ekki til greina telja óhjákvæmilegt að veiðibann sé sett með lögmætum hætti. Sífellt færri taka undir gamla slagorðið „tilgangurinn helgar meðalið“, enda skapar það grundvöll fyrir þjóðfélagslega upplausn og opnar stjórnmálamönnum leiðir sem þeim eiga að vera lokaðar. Að leiða vinstri menn En svo vinsæl er hugmyndin um hvalveiðibann að útlit er fyrir að sameina megi vinstri menn, nú þegar gæti dregið að kosningum, um það mál. Og einmitt þetta mál má nota til að slá úr hendi Kristrúnar hjá Samfylkingunni mögulega forystu til vinstri, en færa hana í hendur Svandísar matvælaráðherra. Kristrún getur ekki með góðu móti sett sig upp á móti lögbroti Svandísar og greitt vantrauststillögu atkvæði á Alþingi vegna vinsælda hvalveiðibanns hjá vinstri mönnum. Í þessu máli getur hún ekki haft forystu. Að kaupa atkvæði Með hvalveiðibanninu vorið 2023 reyndi matvælaráðherra – og tekst kannski – að kaupa sér stuðning vinstra fólks, sem þó hefur almennt gefist upp á Vg sem vinstri sinnuðu stjórnmálaafli. Almenningur mun væntanlega þurfa að greiða milljarða úr ríkissjóði vegna bannsins. Munum að atkvæði verða ekki keypt nema út á vinsæl mál. Þetta er í annað sinn sem ráðherra Vg vegur að sjávarútveginum með því að kaupa sér atkvæði fyrir almannafé út á óvinsældir kvótakerfisins; áður var það Jón Bjarnason með reglugerð um makrílveiðar sem kostaði hundruð milljóna. Ómálefnaleg viðbrögð Þær ákvarðanir sem Svandís matvælaráðherra tók mánudaginn 22. janúar s.l., þ.e. að sitja áfram og láta endurskoða lögin um hvalveiðar, passa ekki tilefninu. Annars vegar hefði hvaða annar vestrænn stjórnmálamaður sem er sagt af sér – það eru hið eðlilega svar hennar – og hins vegar verða ný lög, sem mögulega heimila hvalveiðibann á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða, aldrei afturvirk og koma banninu á vorinu 2023 því ekki við. Svör hennar eru ekki efnisleg eðlileg gagnvart þeim spurningum sem að henni var beint. Þá vísaði hún bótakröfum hvalveiðimannanna til ríkislögmanns til að ekki fari á milli mála hver borgar. Á Svandís erindi í ráðuneytið? Það segir sig sjálft að eftir ákvarðanir sínar, bæði á síðasta ári og þessu, á Svandís ekkert erindi í matvælaráðuneytið. Reikna má með að atvinnuvegurinn hafni henni. Því er eðlilegt að hún stígi til hliðar og feli Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, málaflokkinn. Sem hún hefur nú gert. Ef Svandís á ekki erindi í ráðuneytið virðist ljóst að hún stefnir að kosningum innan skamms; kosningum þar sem hún fer fyrir vinstri mönnum í baráttunni við þá höfuðóvini þeirra sem hún hefur skilgreint – og eru kvótakerfið og Sjálfstæðisflokkurinn. Afstaða Vg til kvótakerfisins Það er reyndar sú mótsögn í þessu máli – þar sem Svandís leikur hlutverk refsivandar yfir sjávarútveginum – að Vg, sérstaklega landsbyggðarhluti flokksins, heldur hlífiskildi yfir kvótakerfinu og gerði það í Jóhönnustjórninni. Siðferði stjórnmálamanna Ef við horfum úr aðeins meiri fjarlægð á málin, verður ljóst að hluti menntamannasamfélagsins og er þá ekki síst átt við háskólana, margir fréttamenn, listafólk og síðast en ekki síst allur almenningur, hefur kallað eftir sterkari siðferðiskennd og aukinni ábyrgð stjórnmálamanna á eigin verkum. Hafa sumir talið vinstri menn leiða þá baráttu, en aðrir, að allir stjórnmálaflokkarnir séu undir sömu sök seldir. Nú blasir við hvort heldur er. Hér skal minnt á að ástandið hefur batnað verulega síðustu misseri og ár. Bakslag vinstri manna Ef Svandísi Svavarsdóttur tekst ætlunarverk sitt – að sameina vinstri menn undir sinni forystu með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – hefur bakslag átt sér stað í baráttunni fyrir bættu stjórnmálasiðferði. Vinstri menn hafa þá gengið viljugir, óviljugir, á höggstokk pólitísks siðrofs og samþykkt gamla Ísland. Að stjórnmálamenn geti gert það sem þeim sýnist. Lokaorð Flestir stjórnsýslufræðingar og lögfræðingar horfa með ugg á gambít Svandísar Svavarsdóttur. Vinstri sinnaður almenningur virðist ekki endilega velja að búa í þjóðfélagi reglusetningar sem veitir stjórnmálamönnum aðhald – ef á móti standa vinsæl sjónarmið. En höfundur þessara orða getur hins vegar ekki hugsað sér að bakslag í siðvæðingu stjórnmálanna eigi sér stað – með stuðningi skoðanasystkina hans í stjórnmálum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun