Elstur til að verma efsta sæti heimslistans Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Rohan Bopanna er 43 ára gamall og á að baki fimm meistaramótstitla. Hann þakkar jóga fyrir langlífið í tennis. Mark Brake/Getty Images Hinn 43 ára gamli Indverji, Rohan Bopanna, verður á mánudag sá elsti í sögunni til að sitja í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik í tennis. Þetta er í fyrsta sinn á 21 árs atvinnumannaferli sem Bopanna kemst í efsta sætið. Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári. Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira
Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári.
Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira