Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2024 13:25 Myndin til vinstri er frá áhyggjufullum neytanda en sú hægra megin er hluti af fréttatilkynningu Heimkaupa, sem átti fyrir tilviljun að fara út í dag. Á henni má sjá Katrínu, framkvæmdastjóra markaðsmála. Vísir Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar. Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað. Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað.
Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24