Um hagnað bankanna Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 31. janúar 2024 15:01 Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun