Ráðast enn og aftur á Húta Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 23:58 Ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur búið sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum sem hafa ráðist á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa. AP/New York Times/Doug Mills Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. Þetta er í þriðja sinn sem löndin tvö ráðast í sameiginleg aðgerð gegn Hútum og varpa sprengjum á sprengjuvörpur, ratsjárstöðvar og dróna þeirra. Loftárásunum er ætlað að senda skýr skilaboð til Írana sem hafa fjármagnað, vopnvætt og þjálfað fjölda vígahópa á víð og dreif um Mið-Austurlönd. Árásirnar fylgja í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á Írak og Sýrland á föstudag sem beindust að vígahópum studdum af Írönum og írönskum byltingarvarðasveitum. Þær loftárásir voru svar við drónaárás sem var þremur bandarískum hermönnum að bana í Jórdaníu síðustu helgi. Hluti af aðgerðum gegn Hútum Árásirnar í dag beindust að 36 skotmörkum á þrettán mismunandi stöðum og var þeim skotið úr herskipum og bardagaþotum. Ólíkt árásunum á föstudag voru þessar árásir hluti af stærri sjálfsvarnaraðgerðum gegn Hútum vegna linnulausra dróna- og loftárása þeirra á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hernaðaraðgerðirnar, sem eru studdar af Ástralíu, Barein, Kanada, Danmörku, Hollandi og Nýja-Sjálandi, sendu „skýrt svar til Húta um að þeir myndu finna fyrir frekari afleiðingum ef þeir hættu ekki ólöglegum árásum á alþjóðleg flutningaskip og herskip.“ Bandaríkin Bretland Jemen Íran Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem löndin tvö ráðast í sameiginleg aðgerð gegn Hútum og varpa sprengjum á sprengjuvörpur, ratsjárstöðvar og dróna þeirra. Loftárásunum er ætlað að senda skýr skilaboð til Írana sem hafa fjármagnað, vopnvætt og þjálfað fjölda vígahópa á víð og dreif um Mið-Austurlönd. Árásirnar fylgja í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á Írak og Sýrland á föstudag sem beindust að vígahópum studdum af Írönum og írönskum byltingarvarðasveitum. Þær loftárásir voru svar við drónaárás sem var þremur bandarískum hermönnum að bana í Jórdaníu síðustu helgi. Hluti af aðgerðum gegn Hútum Árásirnar í dag beindust að 36 skotmörkum á þrettán mismunandi stöðum og var þeim skotið úr herskipum og bardagaþotum. Ólíkt árásunum á föstudag voru þessar árásir hluti af stærri sjálfsvarnaraðgerðum gegn Hútum vegna linnulausra dróna- og loftárása þeirra á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hernaðaraðgerðirnar, sem eru studdar af Ástralíu, Barein, Kanada, Danmörku, Hollandi og Nýja-Sjálandi, sendu „skýrt svar til Húta um að þeir myndu finna fyrir frekari afleiðingum ef þeir hættu ekki ólöglegum árásum á alþjóðleg flutningaskip og herskip.“
Bandaríkin Bretland Jemen Íran Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52