Af hverju vatnsvernd? Jón Trausti Kárason skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun