Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 17:09 Mótmælendur eru við báða útganga lögreglustöðvarinnar. Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið. Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu