Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið Ágúst Mogensen skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun