Essin Trausti Hjálmarsson skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar