Kaupa gagnaver í Finnlandi Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2024 09:08 Frá vinstri: Jani Moilanen, forstjóri Kaisanet Oy sem tilheyrir Herman IT, Björn Brynjúlfsson, forstjóri og stofnandi Borealis Data Center, Arttu Saino, sérfræðingur hjá Borealis Data Center Kajaani og Richard Stern, stjórnandi framkvæmda og gagnaversþróunar hjá Borealis Data Center. Borealis Data Center Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki.
Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01