„Þeir sem fengu úthlutað eru allir ánægðir“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun