Dádýr í bílljósum Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun