Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 10:29 Ferðamenn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum. Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum.
Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira