Felldu tugi hermanna með HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 16:00 Myndefni frá vettvangi árásarinnar sýnir fjölda fallinna hermanna. Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05