Streitan ekki að yfirgefa vinnumarkaðinn Ingibjörg Valgeirsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir skrifa 23. febrúar 2024 08:30 Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun