Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:55 Selenskíj hefur aldrei áður greint frá fjölda látinna hermanna. Vísir/EPA Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. „Andlát hvers og eins er mikill missir fyrir okkur. 31 þúsund úkraínskir hermenn hafa dáið í þessu stríði,“ sagði Selenskíj á viðburðinum sem kallast „Úkraína. Árið 2024“ og var haldinn í Kænugarði í dag. Selenskíj hefur aldrei áður sagt frá því opinberlega nákvæmlega hversu margir hermenn hafi dáið frá því að stríðið hófst. Hann tók ekki fram hvort að þessi tala ætti við síðustu tvö ár eða hvort þetta ætti við síðustu tíu ár, frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Í erindi sínu sagði Selenskíj að 180 þúsund rússneskir hermenn hafi verið drepnir í stríðinu og að um 320 þúsund hafi látist eftir að hafa særst. Þannig hafi alls hálf milljón rússneskra hermanna dáið frá því að stríðið hófst. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, forsætisráðherra Ítalíu Giorgia Meloni, Selenskíj, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo voru öll á blaðamannafundi eftir að tilkynnt var um aukinn stuðning. Vísir/EPA „Ég segi ekki hversu margir [Úkraínumenn] eru særðir af því að þá mun Rússland vita hversu margir eru ekki lengur á vígvellinum.“ Selenskíj sagði óljóst hversu margir almennir borgarar hefðu verið drepnir og að í raun væri ómögulegt að komast að því. Það yrði ekki hægt að gera það fyrr en öll svæði yrðu frelsuð frá hernámi Rússa. Töf á hjálpargögnun kosti mannslíf og landsvæði Selenskíj greindi frá þessu stuttu eftir að varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustam Umerov, greindi frá því í sjónvarpsávarpi að töf væri á helmingi allra hjálpargagna sem hefur verið send til Úkraínu frá vestrænum ríkjum. Það hafi kostað þau mannslíf og landsvæði. Hann sagði í ávarpinu að loforð væri ekki það sama og afhending. Í umfjöllun BBC um málið segir að undanfarið hafi verið bakslag í baráttu Úkraínumanna gegn Rússum og að skortur á gögnum skipti þar verulegu máli. Vestrænir leiðtogar minntust þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst. Vísir/EPA Þar segir einnig að varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, hafi varað við því í nóvember að áætlanir um að senda milljón byssukúlur í fallbyssur fyrir lok marsmánaðar myndi líklega ekki ganga upp og í janúar sagði í tilkynningu frá Evrópusambandinu að helmingur yrði kominn í mars en að líklega myndi ekki nást að senda allt fyrr en við árslok þessa árs. Selenskíj hefur sagt að ástæða þess að herinn hafi ekki getað hafið gagnsókn sína fyrr sé skortur á vopnum. Lofa auknum stuðningi Fjölmargir vestrænir leiðtogar ferðuðust til Kænugarðs um helgina til að minnast þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst og mikill fjöldi lagði á flótta. Tilkynnt var á viðburðinum í dag að Ítalir og Kanadamenn hefðu skrifað undir samninga við Úkraínu um meiri stuðning þar til Úkraína getur gengið til liðs við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Belgía Ítalía Kanada NATO Tengdar fréttir Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29 Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
„Andlát hvers og eins er mikill missir fyrir okkur. 31 þúsund úkraínskir hermenn hafa dáið í þessu stríði,“ sagði Selenskíj á viðburðinum sem kallast „Úkraína. Árið 2024“ og var haldinn í Kænugarði í dag. Selenskíj hefur aldrei áður sagt frá því opinberlega nákvæmlega hversu margir hermenn hafi dáið frá því að stríðið hófst. Hann tók ekki fram hvort að þessi tala ætti við síðustu tvö ár eða hvort þetta ætti við síðustu tíu ár, frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Í erindi sínu sagði Selenskíj að 180 þúsund rússneskir hermenn hafi verið drepnir í stríðinu og að um 320 þúsund hafi látist eftir að hafa særst. Þannig hafi alls hálf milljón rússneskra hermanna dáið frá því að stríðið hófst. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, forsætisráðherra Ítalíu Giorgia Meloni, Selenskíj, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo voru öll á blaðamannafundi eftir að tilkynnt var um aukinn stuðning. Vísir/EPA „Ég segi ekki hversu margir [Úkraínumenn] eru særðir af því að þá mun Rússland vita hversu margir eru ekki lengur á vígvellinum.“ Selenskíj sagði óljóst hversu margir almennir borgarar hefðu verið drepnir og að í raun væri ómögulegt að komast að því. Það yrði ekki hægt að gera það fyrr en öll svæði yrðu frelsuð frá hernámi Rússa. Töf á hjálpargögnun kosti mannslíf og landsvæði Selenskíj greindi frá þessu stuttu eftir að varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustam Umerov, greindi frá því í sjónvarpsávarpi að töf væri á helmingi allra hjálpargagna sem hefur verið send til Úkraínu frá vestrænum ríkjum. Það hafi kostað þau mannslíf og landsvæði. Hann sagði í ávarpinu að loforð væri ekki það sama og afhending. Í umfjöllun BBC um málið segir að undanfarið hafi verið bakslag í baráttu Úkraínumanna gegn Rússum og að skortur á gögnum skipti þar verulegu máli. Vestrænir leiðtogar minntust þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst. Vísir/EPA Þar segir einnig að varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, hafi varað við því í nóvember að áætlanir um að senda milljón byssukúlur í fallbyssur fyrir lok marsmánaðar myndi líklega ekki ganga upp og í janúar sagði í tilkynningu frá Evrópusambandinu að helmingur yrði kominn í mars en að líklega myndi ekki nást að senda allt fyrr en við árslok þessa árs. Selenskíj hefur sagt að ástæða þess að herinn hafi ekki getað hafið gagnsókn sína fyrr sé skortur á vopnum. Lofa auknum stuðningi Fjölmargir vestrænir leiðtogar ferðuðust til Kænugarðs um helgina til að minnast þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst og mikill fjöldi lagði á flótta. Tilkynnt var á viðburðinum í dag að Ítalir og Kanadamenn hefðu skrifað undir samninga við Úkraínu um meiri stuðning þar til Úkraína getur gengið til liðs við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Belgía Ítalía Kanada NATO Tengdar fréttir Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29 Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46
Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29
Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35