Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 09:14 Mohammed Shtayyeh hefur tilkynnt forsetanum um afsögn ríkisstjórnarinnar en enn er óvíst hvort Abbas tekur afsögnina gilda. AP Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49
Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25