Krafturinn í hrósi Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun