Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 07:33 Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun