Sprautufíklarnir mínir Árni Tómas Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2024 12:30 Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Tómas Ragnarsson Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar