Uppsagnir hjá Alvotech Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 16:42 Róbert Wessman er stofnandi Alvotech. Vísir/Vilhelm Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð. Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð.
Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira