Hagvöxtur 4,1 prósent í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 09:24 Megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári var raunaukning þjónustuútflutnings Vísir/Vilhelm Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira