Hagvöxtur 4,1 prósent í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 09:24 Megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári var raunaukning þjónustuútflutnings Vísir/Vilhelm Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira