Haley sigraði Trump í Washington D.C. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:56 Haley er fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar. AP/Reba Saldanha Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira