Árinni kennir illur ræðari Oddur Steinarsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsugæsla Oddur Steinarsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun