Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 09:31 Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og fór þá með liðið í athyglisverða æfingaferð til Íslands. Getty/Jean Catuffe Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira